Lítil saga af gjaldeyrishöftum

Gjaldeyrishöftin kalla á að Stóri bróðir sé sívakandi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur tekið að sér það hlutverk líkt og fyrir liðlega 30 árum, þegar starfsmenn Seðlabankans fóru yfir kortayfirlit þeirra útvöldu sem fengu að nota greiðslukort. Andlit eftirlitsins birtist sem ýmsum hætti og kostnaðurinn fellur á almenning og fyrirtæki.

Félagi minn átti 300 evrur inn á bankareikningi og hugðist taka þær út, þar sem eiginkonan var að fara til útlanda. Í bankanum var honum sagt að til þess að taka út evrurnar, sem voru í hans eigu, yrði hann að framvísa flugfarseðli. Hann þurfti því að fara aftur heim og lagði leið sína aftur í bankann daginn eftir með farseðilinn. En þar með voru vandræðin ekki að baki:

"Þá komst ég að því að ég gæti ekki tekið gjaldeyri útaf mínum eigin gjaldeyrisreikning, heldur þyrfti ég að selja evrur af EUR reikningnum og millifæra inná almennan tékkareikning. Þessi millifærsla var gerð á almennu kaupgengi bankans eða 159,83. Ég þurfti svo að millifæra andvirðið yfir á tékkareikning í íslenskum krónum og kaupa svo 300 evrur af bankanum á genginu 163,47.

Sjá T24 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband