Einbeittur vilji til ólöglegra samninga

Greinilegt er að það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að leggja Icesave-klafa á íslenska skattgreiðendur á komandi árum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, ætla sér að semja við Breta og Hollendinga, hvað sem tautar og raular. Einhverjir hefðu sagt af minna tilefni að um einbeittan brotavilja sé að ræða, því engin lagaleg rök eru fyrir því að þjóðnýta skuldir einkafyrirtækis með þeim hætti sem á að gera.

Allar dómdagsspár um að allt færi hér til heljar, ef ekki yrði gengið án tafar til samninga og íslenskir skattgreiðendur skuldsettir næstu áratugi, hafa reynst rugl. Við erum ekki Norður-Kórea líkt og Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor spáði. Einkafyrirtæki hafa fengið fjármögnun erlendra banka. Staða Íslands er á margan hátt betri en annarra þjóða s.s. Írlands, einmitt vegna þess að komið var í veg fyrir að almenningur tæki á sig skuldir banka.

Nú verður stjórnarandstaðan að standa þétt saman og berjast gegn Icesave-samningi ef í honum felst að íslenskur almenningur taki á sig skuldir sem þeir bera enga lagalega ábyrgð á. Og um leið eiga þeir að krefjast þess að Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Svavar Gestsson, sem mesta ábyrgð bera á hinum upprunalega samningi, biðji þjóðina afsökunar. Í framhaldinu geta menn síðan látið rannsaka hvernig staðið hefur verið að málum allt frá hruni fjármálakerfisins.


mbl.is Niðurstaða vonandi í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband