Ríkisskattstjóri gefur skattastefnu Steingríms J. einkunn

Ríkisstjórn hinnar "norrænu velferðar" telur að leiðin úr efnahagsógöngum sé að skattleggja þjóðina út úr erfiðleikunum. Þess vegna hafa skattar verið stórhækkaðir, tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja, fjármagnstekjuskattur, tryggingagjöld og nú síðast erfðafjárskattur. Teknir hafa verið upp nýir skattar í nafni jafnréttis og sanngirni. steingrimur_og_johanna.jpg

Ekki hefur verið hlustað á aðvaranir um að með skattahækkunum verði skattstofnar eyðilagðir og skatttekjur ríkisins muni lækka.  Dregið sé úr þrótti atvinnulífsins og neðanjarðarhagkerfið taki við. En kannski að fjármálaráðherra taki mark á Skúla Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóra, sem óttast að núverandi aðstæður í þjóðfélaginu ýti mjög undir svartan atvinnurekstur enda aðgengi að lánsfé af skornum skammti samhliða því að skattar og verðlag almennt fara hækkandi. "Það sé ávísun á að fleiri láti freistast af því að sleppa því að greiða gjöld og skatta." og segir í endursögn Eyjunnar sem vitnar til viðtals við ríkisskattstjóra í Spegli Ríkisútvarpsins. Þar sagði Skúli meðal annars:

„Ég er að minnsta kosti hræddur um að hann sé að færast eitthvað í aukana. Það er til dæmis meira um það að menn séu að greiða með reiðufé. Það geta verið ákveðnar skýringar á hvers vegna það er en það var miklu auðveldara að sannreyna skattskil þegar menn voru að greiða í gegnum bankakerfið. Þegar menn eru farnir að nota reiðufé meira þá eru þá allavega líkur á að það séu meiri undanskot.“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband