Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Lýst eftir Jóhönnu

bla_aurklippa-gjg.jpg

Guðmundur Jón Guðmundsson, kennari er ekki hress með hversu talsmenn ríkisstjórnarinnar eru lélegir að svara fyrir sig. Hann segist "áreiðanlega ekki einn um það að hafa ofboðið hvernig ríkisstjórnin hefur látið pólitíska pörupilta komast upp með að afbaka og úthrópa nær allar gerðir sínar án þess að svara fyrir sig". Í grein í Fréttablaðinu segir Guðmundur Jón að það geti haft ófyrirsjáanlegar pólitískar afleiðingar að "grípa ekki til gagnaðgerða og svara bullinu með málefnalegum hætti." Hann segir Ögmund Jónasson vera undantekningu.

Hér verður ekki gerð efnisleg athugasemd við skrif Guðmundar Jóns en niðurlag greinarinnar vekur athygli:

"Að lokum tvær spurningar. Getur einhver upplýst mig um hver sé forsætisráðherra á Íslandi og hvar sú manneskja heldur sig?"

 Er nema von að spurt sé?

Már á að víkja - Seðlabankinn segir skilið við raunveruleikann

mar_gu_mundsson.jpg

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur endanlega sagt skilið við raunveruleikann. Ákvörðun um að hækka vexti er galin og röksemdir bankans fyrir hækkun benda til þess að þar á bæ skilja menn ekki þau vandamál sem við er að glíma í íslensku efnahagslífi.  Hugmyndin um að Seðlabankinn geti unnið gegn kostnaðarverðbólgu með hækkun vaxta er til marks um það að Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræður ekki við verkefnið. Í öllum eðlilegum einkafyrirtækjum er ljóst hvað myndi gerast þegar svo er komið: Annað hvort áttar viðkomandi sig á því að hann hefur tekið að sér starf sem hann ræður ekki við og segir upp störfum eða að eigendur segja honum upp - reka hann fyrir vanhæfni.

Sjá T24


Egill afskrifar Árna Pál og Dag

Egill Helgason hefur afskrifað Árna Pál Árnason og Dag B. Eggertsson sem framtíðarleiðtoga egill_helgason.jpgSamfylkingarinnar. Egill telur að á landsfundi í haust verði Jóhanna Sigurðardóttir klöppuð upp sem formaður - flokksmenn eigi ekki aðra kosti.

Sjá T24 


Jónas Kristjánsson gefst upp

jonas_kristjansson.jpgRáðherrar ríkisstjórnarinnar voru á flótta undan blaða- og fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær.

Illugi Jökulsson segist ekki hafa kosið stjórnmálamenn til að vera á flótta undan fréttamönnum.

Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, er hins vegar búinn að fá sig fullsaddan. Hann er búinn að gefast upp á ríkisstjórninni.

Sjá T24


Ísland undir stjórn Berlínar og Parísar

Nú liggur það ljóst fyrir. Stefnt er að nánari efnahagslegum samruna evrusvæðisins og mynduð verður sameiginleg efnahagsstjórn. Þetta var niðurstaða á fundi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands.

Styrmir Gunnar segir meðal annars á Evrópuvaktinni:merkel.jpg

„Yfirlýsing þeirra Merkel og Sarkozy þýðir, að sjálfstæði Ísland er horfið í einu vetfangi. Við munum við slíkar aðstæður ekkert hafa um eigin mál að segja."

Sjá T24


Hroki Samfylkingarinnar og hótun um pólitíska einangrun

bjorgvin_g_sigur_sson_1104318.jpg

Forystumenn Samfylkingarinnar eru sannfærðir um að það sé vænlegt til árangurs að beita hótunum gagnvart pólitískum andstæðingum. Þeim tókst að brjóta vinstri græna til hlýðni í ríkisstjórn og fá þá til að svíkja eitt helgasta kosningaloforð sitt – að standa heilshugar gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Á síðustu mánuðum ársins 2008 – mitt í hruninu – varð samfylkingum töluvert ágengt gagnvart sjálfstæðismönnum, sem með ístöðuleysi hröktust undan kröfum um að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur að enn sé lag til að beita hótunum. 

Sjá T24.


Eins og hundur í bandi

Félagar í VG segja á Vinstrivaktinni gegn ESB,vinstrivaktin.jpg að þingmenn flokksins séu líkt og hundar í bandi Samfylkingarinnar. Þeir binda vonir við að yfirlýsing Bjarna Benediktssonar um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka, geri VG kleift að klippa á bandið.

Sjá T24.


Steingrímur hafnar ábyrgð á SpKef

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafnar því að hann beri nokkra ábyrgð á málefnumsteingrimur_j_sigfusson.jpg SpKef, sem var stofnað til að taka yfir starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur. Landsbankinn hefur tekið yfir SpKef og telur að ríkið þurfi að leggja fram 38 milljarða króna vegna þessa en fjármálaráðherra hefur talið að 11 milljarðar dugi. Ríkisbankinn og ráðherra eru því ósammála.

Sjá T24. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband