Hvað með Steingrím J. og Jóhönnu?

Niðurstaða könnunar Fréttablaðsins kemur ekki á óvart. En mikið hefði verið gaman ef blaðið hefði einnig kannað fylgi stjórnarleiðtoganna, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.

Annars er alltaf hægt að leika sér að tölum. Þannig er hægt að færa rök fyrir því að Jón Bjarnason geti verið sæmilega sáttur við niðurstöðu könnunarinnar. Í könnun Fréttablaðsins í september kom fram að aðeins fjórðungur landsmanna studdi ríkisstjórnina en 74% voru henni andvíg. Jón getur haldið því fram að hann njóti meiri stuðnings en ríkisstjórnin.

Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup styðja 14% kjósenda Vinstri græna. Jón nýtur stuðnings nær 36%. Um 22% styðja Samfylkinguna. Þannig njóta stjórnarflokkarnir svipaðs stuðnings og Jón Bjarnason. 


mbl.is Meirihluti vill að Jón hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband