Partý Guðmundar Steingrímssonar

Guðmundur Steingrímsson og félagar hans segja að nú sé "kominn tími til að stofna stjórnmálaflokk eða bandalag eða hóp eða afl eða klúbb eða hreyfingu eða samtök eða party eða bara eitthvað sem leggur áherslu á að stunda uppbyggileg og gefandi stjórnmál, nútímaleg og þjónandi fyrir alls konar fólk á Íslandi". Ruglið og bullið heldur því áfram.

Á heimasíðu nýja stjórnmálaflokksins sem Besti flokkurinn og Guðmundur Steingrímsson ætla að stofna segir jafnframt:

"Við viljum vera opinn vettvangur eða farvegur fyrir vel meinandi einstaklinga til þess að hafa áhrif á samfélag sitt. Við viljum grænt hagkerfi sem skapar fullt af fólki atvinnu, góða skóla og heilbrigðiskerfi, arðbæra og sjálfbæra nýtingu auðlindanna okkar, stöðugt efnahagslíf, óttalausa samvinnu við aðrar þjóðir, víðsýni, lýðræði, frjálslyndi, frið og mannúð.

Það sem við þurfum áður en lengra er haldið er NAFN."

Nú er svo komið fyrir íslenskum stjórnmálum að þeir sem sækjast eftir að verða kjörnir fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórnir, eru sannfærðir um að best sé að slá öllu uppi í kæruleysi - bjóða í partý - til að heilla kjósendur. Hugmyndir og hugsjónir skipta engu.

Sjá T24


mbl.is Nýtt nafnlaust stjórnmálaafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband