Ólína gegn forseta Alþingis

Af þessu tilefni er rétt að rifja upp þegar Ólína sakaði sama forseta Alþingis í valdníðslu. 

Í umræðum um fyrirkomulag umræðu um störf þingsins15. apríl síðastliðinn tók Ólína til máls. Hér á eftir er textinn en miklu skemmtilegra er að horfa á orðaskiptin milli Olínu og Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur forseta þingsins:

Frú forseti. Það er bagalegt við þennan lið, störf þingsins, þegar verið er að taka upp og efna til viðræðna við einstaka þingmenn úti í sal sem komast síðan ekki að í umræðunni til að svara fyrir það sem fram er haldið.

Hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir hélt því hér fram og gerði það sem í raun og veru er iðulega … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Um fundarstjórn forseta.)

Já, ég er að ræða um …

(Forseti (ÁRJ): Ekki efnisleg umræða undir liðnum um fundarstjórn forseta.)

Frú forseti. Ég er að ræða um fundarstjórn forseta.

(Forseti (ÁRJ): Þingmaðurinn hefur orðið.)

Takk. Hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir kom hér upp áðan og sakaði mig um að tala hér sjávarútvegsmál í ágreining og komst upp með það án þess að ég ætti þess kost, frú forseti, að svara fyrir mig. (Forseti hringir.) Að slá fram slíkri fullyrðingu án þess að færa … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Þetta er efnisleg umræða.)

Ég ætla að vona, frú forseti, að við þurfum ekki að endurtaka hér bjöllusólóið frá því sumarið 2009 þegar ég var rekin úr ræðustóli.

(Forseti (ÁRJ): Hv. þingmaður ræði fundarstjórn forseta.)

Ég er að ræða fundarstjórn forseta, frú forseti. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti hefur farið að fundarstjórn.) (Gripið fram í: Þú hefur ekki …)

Má ég velja mér orð mín sjálf? Hversu langan tíma hef ég til að ræða fundarstjórn forseta?

(Forseti (ÁRJ): Hv. þingmaður hefur eina mínútu og hún er liðin.)

Er hún liðin? Þá vík ég úr ræðustóli en ég geri alvarlega athugasemd við þessa valdbeitingu forseta því að hér hefur þessi liður verið tilefni manna til efnislegra umræðna skipti eftir skipti þar sem stjórnarandstaðan hefur átt sjálfvirka aðkomu að efnislegum (Forseti hringir.) umræðum hér og ég fæ ekki að ljúka máli mínu og fæ ekki sjálf að velja mín eigin orð (Gripið fram í.) þegar ég er að ræða hér fundarstjórn forseta. (Forseti hringir.) Ég geri alvarlega athugasemd við þetta.

Nokkru síðar tók Ólína aftur til máls og vildi bera af sér sakir:

Ég vil bera af mér sakir og geri jafnframt alvarlega athugasemd og ítreka athugasemdir mínar við fundarstjórn forseta sem mér finnst vera komin út úr öllu góðu hófi.

Ég óska eftir því að hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir rökstyðji það með dæmum með hvaða hætti ég hafi talað hér sjávarútvegsmál í ágreining. (Gripið fram í: Er þetta að bera af sér sakir?) Sannleikurinn er sá … (Forseti hringir.)

Sannleikurinn er sá að fáir þingmenn hafa gengið lengra í að skýra sjónarmið sín og vera í opinberri umræðu um (Forseti hringir.) þann málaflokk. Því hefur aftur á móti verið svarað með dæmafáum (Forseti hringir.) persónuof…

Frú forseti. Er tími minn búinn?

(Forseti (ÁRJ): Það er ekki unnt að fara hér í efnislega umræðu undir þeim lið að bera af sér sakir. Hér voru efnislegar umræður um stjórnmál áðan undir liðnum um störf þingsins. Þeim lið er lokið.)

Frú forseti. Það er rætt hér sérstaklega um mig og bornar á mig sakir. Hvað er að gerast hér? Ég hef aldrei vitað annað eins. Hvað er að gerast hér, frú forseti? Ég óska eftir nánari rökstuðningi fyrir því hvernig ég hef ekki farið að þingsköpum og bið forseta um að rökstyðja það af hverju mér er ekki heimilt hér að (Forseti hringir.) bera af mér sakir.

(Forseti (ÁRJ): Ræðutíminn er liðinn fyrir 20 sekúndum.) [Hlátur í þingsal.]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband