Davíð þerraði tár Jóhönnu

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, bendir á í Morgunblaðsgrein í dag að Jóhanna Sigurðardóttir muni tímana tvenna í pólitík "og sjálf gekk hún úr ríkisstjórn af því að skoðanir hennar til félagshyggjunnar voru ekki falar". Guðni segir að það sé jafnan verkefni forsætisráðherra að "miðla málum, leysa úr ágreiningi í ráðherraliði sínu og segja ekkert misjafnt um einstaka ráðherra opinberlega".

Tilefni skrifa Guðna er atlagan að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, sem Guðni segir að hafi skrifað undir eiðstafinn að fylgja sannfæringu sinni. Jón er nú í svipaðri stöðu og Jóhanna forðum sem ráðherra í Viðeyjarstjórn Davíðs Oddssonar.

Guðni skrifar:

"Í fornum deilum Jóhönnu félagsmálaráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar 1991 til 1994 átti Jóhanna aðeins einn vin í ríkisstjórninni sem var forsætisráðherrann Davíð Oddsson sem þerraði tár hennar og leysti úr ágreiningi flokkssystkinanna. Við sem sátum á Þingvelli á afmælishátíð lýðveldisins 1994 minnumst enn fyrirboðans um að Jóhanna hyrfi úr ríkisstjórninni. Þá flugu tíu hvítir svanir yfir þingstaðinn og komu að vörmu spori níu til baka en ráðherrarnir voru þá tíu talsins. Þá spáði sá glöggi maður Ólafur Þ. Þórðarson því að Jóhanna gengi út strax að hátíð lokinni sem varð niðurstaðan."

Nú ætlar Jóhanna að fórna eigin liðsmanni - Árna Páli Árnasyni, - til að ná að snúna Jón Bjarnason niður. Þessi frásögn Eyjunnar hefur ekki verið staðfest, en sú spurning vaknar hver ætli sér að þerra tár Árna Páls. Varla tekur Davíð það verk að sér.


mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband