Teygt og sveigt

si_asta_vornin_1123793.jpgSkafti Harðarson skrifar pistil um bókina Síðasta vörnin, sem ábyrgðarmaður T24, skrifaði, en Bókafélagið Ugla gefur út. 

Skafti segir meðal annars:

"Óli Björn rekur með skýrum hætti hvernig héraðsdómur og Hæstiréttur virðist hafa teygt og sveigt túlkun laga og reglugerða ýmist til að réttlæta frávísun mála eða sýkna ákærðu í einstökum þáttum Baugsmálsins. Hann dregur réttilega þá ályktun af meðferð dómstóla á málinu að fordæmi hafi verið skapað fyrir ýmsa þá sérkennilegu fjármálagjörninga í viðskiptalífinu er síðar varð. Eins og þegar flugfélagið Sterling skipti ítrekað um hendur milli félaga sem stýrt var af tengdum aðilum. En fordæmi þess má finna í viðskiptum Jóns Ásgeirs með 10-11, sem af dómstólum voru talið lýsa „…viðskiptum sem kunni að hafa verið áhagstæð fyrir A hf. (Baug – innsk. höf.) en hagstæð ákærða.”. Þannig voru blessuð Sterling viðskiptin og önnur slík þar sem einstaka hlutahafa í almenningshlutafélögum voru að mata krókinn á kostnað almennra hluthafa ekki ólögleg, en kunna að hafa verið almenningshlutafélaginu óhagstæð! Ekki eru þeir margir sem eitthvað vit hafa á viðskiptum sem geta tekið undir með dómstólnum og talið þetta ekki fjársvik.

Og þá bendir Óli Björn á að dómstólar hafi ekki talið lög eða reglugerðir til þess standa að veita upplýsingar um lán Baugs til tengdra aðila eins og Gaums og Fjárfars og „Þannig varð það sjálfstæð ákvörðun stjórnenda og endurskoðenda að ákveða hvort rétt væri að gera sérstaklega grein fyrir skuldasöfnun á viðskiptareikningi upp á hundruð milljóna.”. Er ekki ljós að með þessu opnuðu dómstólar landsins flóðgáttir lána hlutafélaga til eigenda sinna og tengdra aðila? Í kjölfar þessa dóms jukust útlán banka og fjármálastofnana til hlutahafa fram úr öllu hófi. Og þau útlán veiktu íslensku bankana líklega meir en nokkuð annað.

Í uppgjörinu eftir hrun hafa dómstólarnir lítt eða ekki verið gagnrýndir. Bók Óla Björns er því þarft innlegg og kemur vonandi af stað umræðu um ábyrgð dómstólanna. Síðar verður um það fjallað hvernig það má vera að fræðasamfélagið virðist tregt til að gagnrýna dómstólana."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband