Eru Íslendingar tilbúnir í 150-300 milljarða ábyrgð?

Vonandi tekst Evrópusambandinu að leysa úr þeim gríðarlegu vandamálum sem blasa við. Það skiptir Íslendinga miklu að vel takist til. Skuldavandi evruríkjanna er gríðarlegur og því hafa leiðtogar ríkjanna samþykkt að stækka svokallaðan björgunarsjóð í 1.000 milljarða evra, knýja banka til að afskrifa skuldir Grikklands um 50% og gera bönkum skylt að auka eigið fé um 106 milljarða evra á komandi ári.

Eitt þúsund milljarða evru björgunarsjóður jafngildir um 160 þúsund milljörðum íslenskra króna. Nú eru 17 lönd sem tilheyra evrusamstarfinu, alls með um 332 milljónir manna. Þannig jafngildir björgunarsjóðurinn því að hver íbúi hafi tekið að sér liðlega þrjú þúsund evrur eða nær 480 þúsund krónur. Með öðrum orðum hver fjögurra manna fjölskylda er með liðlega 1,9 milljónir króna í björgunarsjóðinum. Sé það rétt að nauðsynlegt sé að tvöfalda björgunarsjóðurinn eru skuldbindingar hans jafngildar því að hver fjölskylda hafi lagt fram liðlega 3,8 milljónir króna eða um 24 þúsund evrur. 

Sjá T24.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband