Kolröng forgangsröðun leiðir til upplausnar í löggæslu

Staðan er þessi: Löggæslan er í uppnámi. Landhelgisgæslan hefur ekki haldið úti varðskipi á Íslandsmiðum í marga mánuði. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er á ráðstefnu í Mexíkó um vegamál. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra virðist ráðþrota og segir að hægt sé að ræða öryggismál lögreglumanna en ekki launahækkanir.

Við getum endalaust deilt um hlutverk ríkisins. Við erum ekki sammála um nauðsyn þess að ríkið reki fjölmiðil, styrki listamenn, reisi tónlistarhús og reki góða sinfóníuhljómsveit. Við getum jafnvel tekist á um það hvort og þá með hvaða hætti ríkið eigi að reka skóla og heilbrigðisþjónustu. Við rifumst um hvort nauðsynlegt sé að ríkið búi til flókið eftirlitskerfi með atvinnulífinu og banni góðgerðasamtökum að baka kökur og kleinur til að selja. En um eitt eru við öll sammála: Ríkið skal tryggja innra og ytra öryggi borgaranna. Grunnhlutverk ríkisins er að halda uppi lögum og reglu.

Sjá T24

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband