Viðskiptaævintýri FL Group

Það vakti nokkra athygli þegar tilkynnt var 17. febrúar 2006 að FL Group hefði keypt liðlega 8% hlut í danska fyrirtækinu Bang & Olufsen A/S. Flestir Íslendingar þekkja fyrirtækið og flesta hefur dreymt um að kaupa eitthvað af þeim tækjum sem fyrirtækið framleiðir. Fáum hafði dottið í hug að kaupa stóran hlut í fyrirtækinu. Kaup FL á hlutum í Bang & Olufsen kitlaði því hégómagirnd Íslendinga og ekki skemmdi að um danskt fyrirtæki var að ræða.

Samkvæmt upplýsingum FL var markaðsverðmæti hlutarins um 7,5 milljarðar króna. Í mars var tilkynnt um að FL hefði aukið hlut sinn og ætti nú 10,1%. Þegar fyrstu kaupin voru tilkynnt var lokagengi bréfa í Bang & Olufsen 765 danskar krónur.  Gengið lækkaði nokkuð eftir það og var 746 danskar krónur í lok 7. mars þegar greint var frá auknum hlut.

Rúmu ári eftir að FL keypti fyrstu hlutabréfin í Bang & Olufsen seldi félagið bréfin með um 110 milljóna króna tapi. Gengi bréfanna var komið niður í 700 danskar krónur á hlut.


mbl.is Óvænt forstjóraskipti hjá B&O
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband