Makalaust bréf Jóhönnu - reynir að beita eftirlitsstofnun þrýstingi

Bréf Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Ríkisendurskoðunar, þar sem reynt er að hafa áhrif á rannsókn sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, er fordæmalaust.

Fáir ef nokkrir þingmenn hafa talað oftar um ábyrgð ráðherra en Jóhanna Sigurðardóttir. Hún hefur talað fyrir nauðsyn þess að herða ákvæði laga um ráðherraábyrgð og meðal annars taka á því ef ekki eru veittar réttar upplýsingar. Í ræðu á Alþingi 15. mars 2005 hafði Jóhanna framsögu fyrir tillögu til þingsályktunar, sem flutt er af öllum þingmönnum Samfylkingarinnar. Samkvæmt tillögunni var lagt til að fram færi heildarendurskoðun á lögum um landsdóm og lögum um ráðherraábyrgð. Þingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir sagði meðal annars:

"Varla þarf um það að deila að mikilvægt er að hægt sé að treysta upplýsingum sem ráðherrar gefa Alþingi. Það er grundvallaratriði til að styrkja þingræðið í landinu og eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Því er nauðsynlegt að lög um ráðherraábyrgð taki til tilvika eins og þeirra ef ráðherrar veita röng eða villandi svör við fyrirspurnum frá alþingismönnum eða við meðferð mála á Alþingi, svo og gagna og upplýsinga sem ráðherrar eða ráðuneytin gefa Alþingi eða einstökum þingnefndum við umfjöllun stjórnarfrumvarpa eða annarra mála sem fyrir liggja."

Í þessu sannast að orð og athafnir fara ekki alltaf saman.  En bréf Jóhönnu til Ríkisendurskoðunar og Alþingis, bendir til þess að hún óttist niðurstöður rannsóknarinnar. Kannski að Jóhanna sé því feginn að endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð hafi ekki farið fram eins og hún vildi að gert væri.

Hér er hægt að lesa bréfið í heild.


mbl.is Bréf Jóhönnu hefur ekki áhrif á málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband