Seðlabanki á villigötum

Þrátt fyrir gjaldeyrishöft, samdrátt og gríðarlegt verðfall krónunnar hefur raunstýrivaxtastig Seðlabankans verið 40% hærra eftir hrun fjármálakerfisins en það var að meðaltali síðustu 10 ár fyrir hrun. Á þessa merkilegu staðreynd bendir Agnar Tómas Möller, verkfræðingur og sjóðsstjóri hjá Gamma, í grein sem birtist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Þannig er ljóst að peningastefna Seðlabankans undir stjórn Más Guðmundssonar er á villigötum og ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Það er ekki aðeins að ríkisstjórnin vinni skipulega að því að koma í veg fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, heldur er Seðlabankinn góður liðsmaður í að vinna gegn fjárfestingum. Allt er í frosti og fyrirtæki berjast í bökkum eða verða gjaldþrota. 

Eins og Agnar Tómas bendir á í grein sinni telja flestir hagfræðingar að eðlilegt sé að raunstýrivextir séu lágir þegar samdráttur er í hagkerfi en hærri í þenslu. Frá janúar 2001 til október 2008 voru raunstýrivextir Seðlabankans 2,5%, en 3,4% frá þeim tíma til dagsins í dag. Tólf mánaða raunvextir Seðlabankans eru nú 4,8% eða næstum tvöfalt hærri en þeir voru að meðaltali áratuginn fyrir hrun.

Agnar Tómas bendir á afleiðingarnar:

"Afleiðingarnar hafa meðal annars verið þær að innlendir aðilar, þ.m.t. ríkissjóður og sveitarfélög, hafa frá hruni neyðst til að fjármagna sig á umtalsvert hærri vöxtum en annars hefði verið nauðsynlegt.

Önnur afleiðing hárra raunvaxta sem ómögulegt verður að meta áhrifin af er að í skjóli hárra raunvaxta er í raun loku skotið fyrir fjárfestingu innanlands þar sem fæst fjárfestingaverkefni atvinnulífsins geta staðið undir núverandi raunvaxtastigi."

Er nema von að lítið gerist í atvinnumálum landsmanna. Skattar eru hækkaðir, raunvöxtum er haldið óeðlilega háum og atvinnulífinu er hótað öllu illu af stjórnvöldum. En kannski er þetta allt saman íhaldinu og Davíð Oddssyni að kenna!


mbl.is 978 fyrirtæki gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband