Jóhanna kvartar yfir Davíð - Hacker kvartaði einnig

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kvartar sáran yfir Davíð Oddssyni - manninum sem hélt hlíðarhendi yfir henni gagnvart Jóni Baldvin Hannibalssyni í Viðeyjarstjórninni.

Það er hreint magnað að forsætisráðherra skuli nýta upphaf áramótagreinar í Morgunblaðinu til þess að hnýta í ritstjórann:

"Þegar ósk barst um að formaður Samfylkingarinnar skrifaði áramótagrein í Morgunblaðið hugleiddi ég að verða ekki við þeirri beiðni, enda eiga rætin og lágkúruleg skrif núverandi ritstjóra blaðsins í garð undirritaðrar vart hliðstæðu í síðari tíma blaðasögu. Ekki kveinka ég mér þó undan réttmætri gagnrýni. En níð á því fádæma lága plani sem oft á tíðum hefur verið í Morgunblaðinu í tíð núverandi ritstjóra er ekki sæmandi fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega."

Jóhanna taldi rétt að hafa þennan (og raunar nokkru lengri) formála að áramótagreininni.

Jim Hacker kvartaði yfir forvera sínum og fjölmiðlum í hinum mögnuðu þáttum Já forsætisráðherra. Vert að birta þessa þætti í tilefni dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband