Kaffihúsakratar og spunakerlingar

Það var merkilegt að fylgjast með hvernig spunavél Samfylkingarinnar var sett í gang og látin vinna eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna tóku þá ákvörðun að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Slík hjáseta jafngildir því að setja sig úr lögum við ríkisstjórn. 

Samfylkingin kann ágætlega til verka þegar kemur að pólitískum spuna og hefur á stundum tekist ágætlega upp. En í þetta skipti gekk vélin ekki vel. Hugmyndin um að hræða Vinstri græna með því að spinna leka og fréttir um að verið væri að ræða við Framsóknarflokkinn um þátttöku í ríkisstjórninni, virkaði ekki sem skyldi. Þegar spuninn var orðinn ótrúverðugur, kom Jóhanna fram á sviðið og neitaði öllu og það þrátt fyrir að hennar helsti spunameistari, Gísli Baldvinsson, héldi öðru fram. Á bloggsíðu sinni 28. desember sagði Gísli:

"Nú er ég búinn að fá það staðfest úr tveimur áttum að Framsóknarflokki hefði verið boðið nýtt atvinnumálaráðuneyti við lagabreytingu 1. mars n.k."

Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks Framsóknarflokksins, kallar Gísla kaffihúsakarl í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag:

"Það kann að vera að kaffihúsakratarnir séu orðnir svo örvinglaðir um að missa völdin að nú skuli lygi, spunakerlingum og bulli beitt til hafa hemil á "hinum óþægu".

"Hinir óþægu" innan Vinstri grænna hafa jafnvel átt meira sameiginlegt með framsóknarmönnum en þeir sem tilheyra forystu þess ágæta stjórnamálaflokks. Nægir þar að nefna málefni heimilanna. Spunakerlingarnar ættu því að velta þeim möguleika fyrir sér að "hinir óþægu" leiti til Framsóknar um samstarf. Um það mætti spinna langan lygavef.

Staðreyndin í þessum dæmalausa spuna er sú að enginn hefur leitað til forystu Framsóknarflokksins um að lappa upp á ríkisstjórnina, hvað þá að heilt ráðuneyti hafi verið boðið."

Gunnar Bragi lýkur grein sinni á eftirfarandi orðum:

"Spunakerlingarnar munu eflaust halda áfram að spinna og fjölmiðlar flytja af því fregnir. En snældan er beitt og þeir sem stinga sig á henni sofa lengi, eins og alþjóð veit."


mbl.is Vill nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband