Þess vegna skipta réttindi Geirs litlu

Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 30 að höfða sakamál fyrir landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, 28. september síðastliðinn eða fyrir liðlega tveimur mánuðum. Í tvö mánuði hefur Geir ekki haft verjanda til að undirbúa vörn. Forseti landsdóms lagðist svo lágt að óska eftir áliti skipaðs saksóknara á skipan verjanda fyrir Geir.

Ekki heyrist eitt orð frá þeim sem hafa gefið sig út fyrir að vera sérstakir talsmenn mannréttinda vegna þessarar fráleitu framkomu. Mannréttindi sumra eru ekki jafn dýrmæt og mannréttindi annarra. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi níumenningana svokölluðu sem gerðu innrás í Alþingishúsið, þegir þrátt fyrir að mannréttindi séu honum hjartfólgin. Eitthvað hefði Ragnar sagt ef skipan verjanda í máli níumenninganna hefði verið borin undir saksóknara.Ögmundur Jónasson ráðherra mannréttinda, er ánægður í þögn sinni, líkt og aðrir sem hæst tala í þingsal um mannréttindi.

Hugmyndir manna sem aðhyllast pólitískan rétttrúnað mótast af því hvaða réttindi verið er að verja og fyrir hverja. Þannig er hið nýja Ísland sem er mótað af norrænni velferð, jafnrétti og gagnsæi. Geir Haarde er hægri maður - sjálfstæðismaður og þess vegna skipta réttindi hans litlu.


mbl.is Ákvörðun um verjanda í dag eða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband