Og hvað?

Ég er ekki viss um að Oddný Harðardóttir sé með það á hreinu hvað stefna ríkisstjórnarinnar þýðir, - hvað þá að hún átti sig á þeirri einföldu staðreynd að verið er draga úr möguleikum okkar til hagvaxtar.  Samverkamenn hennar innan VG eru á móti hagvexti og telja hann af hinu illa, eins og Svandís Svavarsdóttir, lýsti yfir um helgina. Því miður er hægt að draga í efa skilning Oddnýjar og margra stjórnarþingmanna á samhengi hlutanna - samhengi á milli skatta og atvinnulífs, hagvaxtar og ríkisfjármála.

En eitt veit ég, eftir að hafa kynnst hinum nýja formanni fjárlaganefndar, að hún er hrein og bein. Tækifæri framsóknarmanna, sjálfstæðismanna og meirihluta þingmanna Samfylkingarinnar, liggja í því að taka höndum saman og umbylta fjárlagafrumvarpi komandi árs, sem felur feigðina í sér. Oddný býr yfir þeiri skynsemi að taka höndum saman við þá sem hafa réttar hugmyndir.

 

 

 

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar Alþingi, sagði á Alþingi að endurmeta þyrfti forsendur fjárlagafrumvarpsins í ljósi nýrrar þjóðhagsspár sem Hagstofan birti í morgun.

Oddný sagði, að unnið verði eftir efnahagsáætluninni, sem lögð var fram í júní í fyrra, sem gerði ráð fyrir frumjöfnuði árið 2011.

Oddný sagði ljóst, að endurskoða þurfi tekjuhlið fjárlaga næsta árs. Hún benti þó á að ýmsir þættir nýju hagspárinnar væru jákvæðar og allar hagspár, sem birst hafa að undanförnu, gerðu ráð fyrir hagvexti á næsta ári sem sýndi, að Íslendingar séu á leið út úr kreppunni. Þá fari verðbólgan áfram minnkandi og aðstæður séu því að skapast fyrir frekari lækkun vaxta. 

 


mbl.is Þarf að endurmeta forsendur fjárlaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband