Fríverslun í Norðurhöfum er okkar besti kostur

Umræða um utanríkismál markast af deilum um hugsanlega aðild Evrópusambandinu. Látið er í veðri vaka að Íslengingar eigi aðeins einn kost í samfélagi þjóðanna. Ekkert er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að fáar þjóðir í heiminum eiga fleiri valkosti en Íslendingar. Vandinn er sá að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna neitar að kanna aðra möguleika en aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin er sannfærð um að aðild sé sá bjarghringur sem Íslendingum er nauðsynlegur.

Afleiðingin er sú að endurreisn efnahagslífsins hefur tafist. Minnihluti þingheims og mikill minnihluti þjóðarinnar, hefur knúið fram samningaviðræður við Evrópusambandið. Afarkostir í Icesave eru taldir nauðsynlegir til að draumurinn um aðild verði að veruleika. Hitt er hins vegar rétt að mikilvægur hluti af endurreisninni er samstarf við erlendar þjóðir og frjáls viðskipti með vöru og þjónustu. Íslenskur efnahagur byggir á því að hægt sé að tryggja frjálsan aðgang að erlendum mörkuðum en um leið að eðlilegan og sanngjarnan aðgang erlendra aðila að íslenskum markaði.

Meira á T24.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband